Fyrir hver er námskeiðið?: Námskeiðið hentar listafólki, kennurum, fræðifólki og öllum þeim sem vilja læra helstu form barokkdansa. Námskeiðið er valnámskeið á BA-stigi tónlistardeildar.

Vikulegir tímar þar sem farið er verklega stig af stigi gegnum helstu form í barokkdönsum með sérfræðingi. Námskeiðinu lýkur með opinni sýningu.
 
Námsmat: Virkni og ástundun.

Kennari: Ingibjörg Björnsdóttir.

Staður og stund: Skipholt 50 C, þriðjudagar kl. 10:30 - 12:10.

Tímabil: 12. september - 28. nóvember 2018.

Verð: 30.500 kr. (án eininga) – 40.800 kr. (með einingum).

Forkröfur: Engar.

Nánari upplýsingar:  Elísabet Indra Ragnarsdóttir, verkefnastjóri tónlistardeildar: indra@lhi.is.