Fyrir hverja er námskeiðið: Námskeiðið hentar þeim söngvurum sem vilja auka færni sína í blaðlestri og tengdri söngtækni. Námskeiðið er valnámskeið á BA stigi tónlistardeildar.

Á námskeiðinu er lögð áhersla á hraðlestur og sjálfstæði í röddum. Lesið er einradda til þríradda, efni sem er byggt upp til að þjálfa stökk milli tóna í tóntegundum ásamt efni frá Zoltán Kodály og fleirum. Einnig verða æfð hryndæmi, einnar og tveggja radda. 

Námsmat: Próf.

Kennari: Hildigunnur Rúnarsdóttir.

Staður og stund:  Skipholt 31 fimmtudagar kl 15:50-16:40.

Tímabil: 31. ágúst- 30. nóvember.

Verð: 30.500 kr. (án eininga) – 40.800 kr. (með einingum).

Forkröfur: Miðstig eða ofar í söng og/eða virkni í kórastarfi.

Nánari upplýsingar:  Elín Anna Ísaksdóttir, verkefnisstjóri tónlistardeildar. elinanna@lhi.is.