Ferðalagið er nýtt verk eftir Brynjar Valþórsson. Verkið er byggt á sönnum atburðum úr hans eigin ferðalagi en aðeins persónum, atvikaröð og atvikum hefur verið breytt. Verkið fjallar um það hvernig óöryggi getur brotist út hjá einstaklingum og hvernig þeir vinna úr því, hvernig fólk reynir að flýja vesenið í stað þess að horfast í augu við vandamálið. Hvað er samt helvítis vandamálið? 

„Hann var farinn að sjá ofsjónir á leiðinni og stoppaði í sífellu fyrir hestum sem enginn annar í bílnum sá. Þegar hann sá hestahjörð í fjórða skiptið var hann orðinn viss um að hann væri enn og aftur farinn að sjá ofsjónir...og gaf í… Ka...búmm“ 

Brynjar Valþórsson er fæddur á Akureyri 1985. Brynjar sækist í nýsköpun, hvort sem hún er praktísk eða listræn. Þá skiptir litlu máli hvort nýsköpunin sé innan hans áhugasviðs því hann hefur skoðanir á öllu. Hann hefur virkilega gaman af því að læra en þolir ekki að láta segja sér hvernig hlutirnir eru. Brynjar hefur mest gaman af vinnu með texta, hugmyndavinnu og handritsgerð en lokaverkefnið hans er handrit sem er sett fram í formi leiklesturs.

Verkið var leiklesið þann 22. maí í Tjarnarbíó

 

https://vimeo.com/172728123