Class: 
color2

Brautartónleikar tónlistardeildar haust 2023

Brautartónleikar tónlistardeildar
haust 2023

Nemendur tónlistardeildar kynna afrakstur annarinnar með nokkrum tónleikum á tímabilinu 30.nóvember - 13.desember. Aðgangur er ókeypis á alla tónleikana og öll hjartanlega velkomin. 

Dagskrá //

30.nóvember í Dynjanda
kl. 17:00 söngnemendur
kl. 19:30 söngnemendur

6.desember í Dynjanda
kl. 20:00 skapandi tónlistarmiðlun

8.desember í Dynjanda
kl. 18:00 selló og kammer
kl. 19:30 víólur

Útskriftarviðburður LHÍ // Ágúst Ingi Ágústsson

Útskriftartónleikar LHÍ
Ágúst Ingi Ágústsson

Ágúst Ingi Ágústsson lýkur bakkalárnámi í kirkjutónlist frá LHÍ. Útskriftartónleikar hans í orgelleik fara fram í Hallgrímskirkju laugardaginn 25.nóvember kl.17:00.
Á tónleikunum verða flutt verk eftir Vincent Lübeck, Girolamo Frescobaldi, Nicolas de Grigny, JS Bach, Marcel Dupré og Petr Eben.
 
Flytjendur //
Ágúst Ingi Ágústsson
sönghópurinn Cantores Islandiae
 
Stjórnandi //

Hádegisfyrirlestur // Hróðmar I. Sigurbjörnsson

Hróðmar I. Sigurbjörnsson - Af hverju hljómfræði?
24.nóvember kl. 12:45 í Dynjanda

Hróðmar I. Sigurbjörnsson heldur fyrirlestur um kennslu tónfræðagreina í tónlistardeild Listaháskólans, föstudaginn 24. nóvember kl. 12:45-13:45.
Í fyrirlestrinum mun hann kynna námsefni í hljómfræði á háskólastigi sem lýtur að tónlist barokk-, klassíska og rómantíska tímabilsins á árunum 1700-1850. Námsefnið hefur verið keyrt í tónfræðanámskeiðum skólans síðastliðin þrjú ár í samvinnu við Elínu Gunnlaugsdóttur og Gísla Magnússon.

Málstofa tónsmíða // Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir

Málstofa tónsmíða
Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir

Gestur málstofunnar að þessu sinni er Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir. Hún mun fjalla um það sem hún
hefur fengist við eftir útskrift frá LHÍ; plötur sem hún hefur gefið út, samstarfsverkefni með Kammersveit Reykjavíkur, SÍ, Nordic Affect og kór Breiðholtskirkju ásamt vinnu hennar í leikhúsi. Hún mun fjalla um hvernig ólíkir flytjendur hafa haft áhrif á smíð tónverka hennar og hvernig þau hafa mótað verkin sjálf í spuna og túlkun á náttúruhljóðum, þ.e. hvala- og fuglasöng.