Class: 
color2

Íslensk-danska strengjaverkefnið

Íslensk-danska strengjaverkefnið
3. nóvember kl.17:00 í Dynjanda, Skipholti 31.

Undanfarnar vikur hafa sex danskir nemendur úr rytmískri deild Det Jyske Musikkonservatorium í Århus og fimm nemendur úr rytmískri deild tónlistardeildar Listaháskóla Íslands unnið saman að stóru verkefni. Verkefnið felst í því að skrifa tónlist fyrir strengjakvartett, ýmist einan sér eða með þáttöku annarra hljóðfæra eða söngs. Danirnir komu til Íslands sl sunnudag og æfingar hafa staðið yfir síðan á mánudag.  

Camerata tónleikar í Háteigskirkju

Selva Morale e spirituale - Fjölröddun frá Feneyjum
Camerata tónleikar í Háteigskirkju 29. október kl. 20:00

Camerata tónleikar fara fram í Háteigskirkju sunnudaginn 29. október kl. 20:00  Sérstakir gestir eru Jens Bauer sackbutleikari og Lene Langballe cornettoleikari frá Danmörku.
Á efnisskrá eru fjölradda verk eftir Claudio Monteverdi (1567-1643) og Girolamo Frescobaldi (1583-1643) 

Aðgangur ókeypis og öll velkomin.

 

Hádegisfyrirlestur // Hanna Dóra Sturludóttir

Hádegisfyrirlestur 20. október kl.12:45 í Dynjanda
Hanna Dóra Sturludóttir - Kafað í hlutverk

Hvaða hlutverk eru minnistæðust og af hverju? Hvað felst í því að taka að sér hlutverk? Hvaða áhrif hefur hlutverkið á flytjandann? Þessar spurningar og fleiri eru meðal þess sem koma fyrir í hádegisfyrirlestrinum 20.október, þegar Hanna Dóra veltir fyrir sér ýmsu varðandi undirbúningsferli, aðstæðum og áskorunum sem hún hefur upplifað á óperuferlinum.
Aðgangur ókeypis og öll velkomin.

Skerpla í Gerðarsafni // Samtal við Skúlptúr

Skerpla í Gerðarsafni
Samtal við Skúlptúr

Tónlistarhópurinn Skerpla kemur fram á síðdegistónleikum í Gerðarsafni þar sem hann skapar hljóðheim og viðbragð við verk á samsýningunni Skúlptúr/Skúlptúr.
Skerpla, sem starfar innan Listaháskóla Íslands, skapar og flytur tónlist af tilraunakenndum toga með það að markmiði að víkka út hefðbundnar hugmyndir um tónlist. Hópurinn hefur komið fram á fjölda tónleika og hátíða, má þar nefna Sequences, Myrka músíkdaga, Hönnunarmars og Hljóðön í Hafnarborg. Listrænn stjórnandi hópsins er Berglind María Tómasdóttir.

Masterclass í tónlistardeild // Jerry Bergonzi

Masterclass // Jerry Bergonzi
11. október kl.13:00 í Dynjanda

Jerry Bergonzi spilar, spjallar og svarar spurningum í Dynjanda miðvikudaginn 11. október kl 13. Bergonzi er einn af virtustu jazzsaxófónleikurum samtímans og mikill spunakennslufrömuður. Einstakt tækifæri til að heyra og sjá mikinn meistara að störfum. Með honum verður kvartett skipaður þeim Carl Winther á píanó, Johnny Åman á kontrabasa og Anders Mogensen á trommur.

Viðburðurinn er í samstarfi við tónlistarskóla FÍH og MÍT.
Aðgangur ókeypis og öll hjartanlega velkomin.

 

Gleym mér ei - Haust 2023

Gleym mér ei // Haustmisseri 2023
Röð hádegistónleika í Dynjanda og í Hafnarhúsinu.

Nemendur í söng og hljóðfæraleik við tónlistardeild
Listaháskóla Íslands gleðja gesti og gangandi með ljúfum hádegistónum á miðvikudögum á Kjarvalsstöðum og í Hafnarhúsinu. Tónleikaröðin ber titilinn Gleym mér ei og er fastur liður á hverju misseri. Efnisskráin fléttast í kringum hin ýmsu viðfangsefni hverju sinni allt frá miðaldartónlist til söngleikja nútímans. Tónleikaröðin er unnin í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur. Ókeypis aðgangur og öll velkomin.