Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.
Skoða vefinn á ÍslenskuDómnefnd í hönnunarsamkeppni um að gera Tollhúsið að framtíðarhúsnæði Listaháskóla Íslands kom saman í fyrsta sinn á dögunum. Nú má því segja að vegferðin sé formlega hafin og skólinn sé einu skrefi nær því að flytja starfsemi sína undir eitt þak. Áætlað er að samkeppnin sjálf fari af stað formlega eftir áramót.
Í dómnefndinni sitja eftirfarandi fulltrúar:
-Vala Pálsdóttir, formaður dómnefndar og fulltrúi Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið
-Kristín Eysteinsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands
-Jóhannes Dagsson, prófessor við myndlistardeild Listaháskóla Íslands
-Dagur Eggertsson, arkitekt, Arkitektafélag Íslands
-Sigríður Ólafsdóttir, arkitekt, Arkitektafélag Íslands
-Jón M. Guðmundsson, verkfræðingur, Verkfræðingafélag Íslands
-Kolbeinn Kolbeinsson, ráðgjafi KK consulting
„Listaháskólinn fagnar þessum mikilvæga áfanga sem eru söguleg tímamót fyrir skólann og fyrir framtíð menningar og lista í landinu.“ sagði Kristín Eysteinsdóttir, rektor LHÍ, eftir fundinn. Óskar Jósefsson, forstjóri FSRE tók í sama streng:
“Fögnum að þessum mikilvæga áfanga í verkefninu og óskum dómnefndarmönnum velfarnaðar í sínum störfum.”