nora [at] isl.is
Leiðbeinandi: Kristín Dýrfjörð

Lokaverkefnið, Skapandi ferðalag - mikilvægi sköpunar í skólastarfi, fjallar um sköpunarkraft og mikilvægi hans fyrir einstaklinginn sjálfan og samfélagið. Hvernig aukin áhersla á sköpun í skólastarfi eflir og viðheldur sköpunarkrafti einstaklinga og hvernig hægt er að nota hugmyndafræði Reggio Emilia sem innblástur að skapandi og fjölbreyttri kennslu í grunnskólum. Starf í anda Reggio Emilia, mótað af heimspekingnum Loris Malaguzzi á rætur sínar að rekja til Norður-Ítalíu og er jafnframt nefnt eftir borginni Reggio Emilia. Starf í anda Reggio Emilia gengur út á lýðræðislegt skapandi starf með börnum og nýti ég mér reynslu mína úr leikskólastarfi til að vinna á svipaðan hátt með grunnskólabörnum.

Ritgerðin skiptist í tvo hluta. Í þeim fyrri verður fjallað almennt um sköpunarkraft, skapandi skólastarf og skapandi atvinnugreinar. Fjallað verður sérstaklega um starf í anda Reggio Emilia og um hugmyndafræðina sem liggur að baki því starfi auk helstu þátta þess. Seinni hluti ritgerðarinnar fjallar um verkefni sem unnið var í anda Reggio Emilia. Verkefnið var unnið með grunnskólabörnum í 2. bekk í Setbergsskóla í Hafnarfirði í samstarfi við Helgu Magnúsdóttur umsjónarkennara. Þar var látið reyna á fræðin í raunverulegum aðstæðum og að lokum niðurstöður reifaðar.

 

Abstract

My master’s degree thesis, Creative journey - the importance of creativity in education, is about creativity and its importance for the individual and society. How increased emphasis on creativity in education encourages and maintains individuals creativity and how the educational approach of Reggio Emilia can be used as inspiration for creative and diverse teaching in primary schools. The Reggio Emilia educational approach, created by the philosopher Loris Malaguzzi is originated in northern Italy and is named after the city Reggio Emilia. The Reggio Emilia educational approach assumes democratic creative work with children and I use my experience from preschool to work in a similar way with children in primary school.

My thesis is divided into two parts. The first one discusses creativity in general, creativity in education and creative industries. Work influenced by the Reggio Emilia educational approach will be given special attention as well as the the ideology behind the approach and it’s main aspects. The second half of the thesis discusses a project done under influence of Reggio Emilia. This project was done with second grade children in Setbergsskoli in Hafnarfjordur in collaboration with the teacher Helga Magnusdottir. In this project the theory is tested in a real life situation and the results discussed.