Class: 
color3

Fruitful Futures

Welcome to the design exhibition Fruitful Futures at Krónan Grandi! While DesignMarch takes over the city, the conventional space of a grocery store is transformed to an exhibition space. Between fruits, flour and cheese you’ll find diversity of projects like vitamins for plants, growing garments and a soup of mealworms. However, all projects touch on innovation and design, sustainability and reuse, new perspectives and speculations.

BA Arkitektúr, hönnun & myndlist - Glitský // Iridescence

Glitský // Iridescence

11.05 – 19.05. 2024 // Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsið

Listasafn Reykjavíkur hýsir útskriftarsýningu nemenda á BA stigi í myndlistardeild, hönnunardeild og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands. Á sýningunni getur að líta lokaverkefni rúmlega 70 nemenda í myndlist, grafískri hönnun, arkitektúr, fatahönnun og vöruhönnun. Verkin á sýningunni endurspegla áherslur, nám, rannsóknir og listsköpun nemenda síðastliðin þrjú ár. 

Undan Esju

 

Nemendur á fyrsta ári í vöruhönnun unnu við innsetningar innblásnar af umhverfi Esjunnar þar sem þau skoðuðu samband náttúru og manns. 

Verkefnin eru afrakstur tveggja vikna vinnustofu og fjalla um ólík viðfangsefni og mismunandi túlkanir nemenda á umhverfinu. Gestir fá aðra sýn á landslagið í gengum mismunandi miðla og skynfæri. Þau bjóða ykkur velkomin í ferðalag um Esjuhlíðar þar sem verkin finnast á víð og dreif.  

Gestagangur // María Gísladóttir og Alma Sigurðardóttir // Feneyjaskráin 60 ára, 1964 - 2024

Í maí 1964 var Feneyjaskráin (e. The Venice Charter) samþykkt á II. alþjóðaráðstefnu endurbyggingararkitekta og -tæknimanna í Feneyjum. Feneyjaskráin er samþykkt um grundvallarreglur eða viðmið (e. guidelines) um varðveislu og endurbyggingu minja og minjastaða. Í kjölfarið voru hin alþjóðlegu varðveislusamtök ICOMOS stofnuð til þess að fylgja samþykktinni eftir. Íslandsdeild ICOMOS stendur fyrir fyrirlestrinum sem fjallar um inntak Feneyjaskrárinnar og áhrif hennar á húsvernd á Íslandi. 

Tískusýning útskriftarnema í fatahönnun LHÍ

Á sýningunni kynna nemendur BA útskriftarverkefni sín frá Listaháskóla Íslands. Lokaverkefni nemenda í fatahönnun er einstaklingsverkefni sem samanstendur af frjálsri rannsókn, hönnun og gerð á línu af tískufatnaði undir handleiðslu leiðbeinenda.

Sex fatahönnuðir útskrifast af námsbrautinni að þessu sinni en það eru þau:

Andri Páll Halldórsson Dungal

Brynja Líf Haraldsdóttir

Guðrún Ísafold Hilmarsdóttir

Jóhanna María Sæberg

Rubina Singh

Sigurey Bára Reynisdóttir

 

Sýningarstjóri er Anna Clausen

Útópíska prentverkstæðið

Útópíska prentverkstæðið
Opnun: 24. apríl 2024, 18:00-21:00
 
Nemendur í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands fá aðgang að margskonar prenttækjum og aðferðum á prentverkstæðunum í Þverholti og Laugarnesi.

Námskeiðin sem um ræðir eru m.a. Letur og virðingarröð, Myndsköpun, Útópía og Tilraunaprentsmiðja með gestaprófessor Fraser Muggeridge.

Á sýningunni Útópíska prentverkstæðið verða sýnd verk sem unnin voru á prentverkstæðunum af nemendum á 1. og 2. ári í grafískri hönnun 2023-24.

 

//