Nemendur Listaháskóla Íslands, undir stjórn Inga Garðars Erlendssonar, flytja valin verk Bjarkar Guðmundsdóttur í nýjum búningi á tónleikum í Mengi laugardaginn 13. janúar.

Nemendurnir hafa undanfarið unnið að því að útsetja lög Bjarkar fyrir blásturshljóðfæri á námskeiðinu „Hljóðfærafræði málmblásturshljóðfæra“ við tónsmíðadeild LHÍ og verða uppskerutónleikarnir síðasta verkefni námskeiðsins.

Tónleikarnir hefjast kl. 14 og standa í um klukkustund. Miðaverð er 1.000 krónur en frítt er inn fyrir nemendur Listaháskólans. Við vonumst til að sjá sem flesta.