Hefurðu séð stakan fótlegg? 
Hægri fót það er að segja.
Hann hlýtur að vera einhvers staðar.
Hann getur ekki bara horfið.

Útskriftarverk Álfrúnar Helgu Örnólfsdóttir úr meistaranámi í sviðslistum er leikritið Svarthol, sem verður leiklesið í Tjarnarbíói. Verkið hverfist um mörk ímyndunar og raunveruleika og allar þær víddir sem hugur okkar heimsækir á ævinni. Par á fertugsaldri dansar á þessum mörkum, lætur sig dreyma um framtíðina, rifjar upp fortíðina en á erfiðara með að höndla augnablikið. Hugur og hjarta heyja stríð, átök virðast innbyggð í tilveruna. Þau leita að stað og stund til að mæta hvort öðru og renna saman í eitt. Býr svarið innst inni í öreindum atómsins eða úti í víðáttum geimsins? Búðu þig undir að ganga út með nýjar, jafnvel brjálæðislegar hugmyndir um innsta eðli alls sem er. 

Leikarar: Sólveig Guðmundsdóttir og Þorvaldur Davíð Kristjánsson
Höfundur: Álfrún Helga Örnólfsdóttir

Frítt inn en panta þarf miða. 
Opnað verður fyrir miðapantanir 8.ágúst 2017
Miðapantanir sendist á midisvidslist [at] lhi.is

Free admission but it is required to book one.
Tickets will be available August 8th 2017
Please send to midisvidslist [at] lhi.is