2.árs dansnemendur unnu í 5 vikur á námskeiði í danskvikmyndum undir handleiðslu Helenar Jónsdóttur og Hálfdáns Théódórssonar fyrr á vorönninni, þau mun endursýna kvikmyndirnar á Litlu sviðslistahátíðinni.

Myndirnar munu ganga frá kl. 13 til 17 í Almyrkva,Sölvhólsgötu 13,  laugardaginn 13.maí.

Verið hjartanlega velkomin

Um námskeiðið:

Í áfanganum læra nemendur að beita aðferðum kvikmyndanna til þess að tjá hugmyndir sínar fyrir umheiminum. Nemendur vinna að eigin dansmynd þar sem lögð er áhersla á sköpunarferlið allt frá hugmyndavinnu og handritsgerð til klippingar og lokafrágangs. Unnið er með einföldan tæknibúnað og forrit sem og aðferðir er varða notkun þeirra. Mikil áhersla er löggð á meðvitund nemenda um inntak og uppbygginu, afstöðu hans til myndefnisins og þess myndstíls sem hann beitir í verkum sínum. Nemendur eru hvattir til að skoða vel þá sýn sem dansmyndin þeirra birta af umheiminum.