Nemendur á 2. ári á sviðshöfundabraut hafa unnið að einstaklingsverkefni undir handleiðslu leiðbeinandanna Sveinbjargar Þórhallsdóttur og Ólafs Egils Ólafssonar síðustu 5 vikur.

Viðfangsefni námskeiðisins tekur mið af áhugasviði og áherslum nemandans innan sviðslista. Lögð er áhersla á frumsköpun og frumkvæði nemandans, einstaklingsbundna sýn hans og samfélagslegar og menningarlegar skírskotanir verkefnisins. Einnig kynnast nemendur grunnþáttum í verkefnastjórnun. Námskeiðinu lýkur með lifandi flutningi á verkefnum nemenda frammi fyrir áhorfendum.

Dagana 11. til 14. maí munu þau sýna afrakstur vinnu sinnar, verkin tíu eru fjölbreytt og endurspeglar sköpunarkraft hvers og eins.

Nánari upplýsingar um hvert verk fyrir sig má finna í Facebook viðburðum sem listaðir eru hér að neðan.

Verkin eru hluti af Litlu sviðslistahátíðinni.

Frítt inn og allir velkomnir.

Miðapantanir eru á midisvidslist@lhi.is

Miðapantanir eru afgreiddar á skrifstofutíma og send verður staðfesting á afgreiðslu miðapantanna við fyrsta tækifæri.

 

Alma Mjöll Ólafsdóttir

Gígja Sara H. Björnsson

Hallveig Kristín Eiríksdóttir

Hildur Selma Sigbertsdóttir

Laura Durban

Lóa Björk Björnsdóttir

Martin Bien

Matthías Tryggvi Haraldsson

Pálmi Freyr Hauksson

Stefán Ingvar Vigfússon