Stríð og friður

3 árs nemendur á leikarabraut LHÍ halda sína lokasöngtónleika þann 7.desember kl.18:00 og 21:00  í Smiðjunni, Sölvhólsgötu 13

 

Flutt verður söngdagskrá sem ber yfirskriftina  “Stríð og Friður” og er hún samsett af sönglögum frá hinum ýmsum tímabilum 20 aldar.  Þetta eru allt þekkt sönglög sem flestir þekkja, bæði sóló, dúettar, tríó, kvartettar og kórar.  

Söngdagskráin er samstarfsverkefni leikarabrautar og tónlistardeildar LHÍ en hefð hefur skapast um þetta samstarf á undanförnum árum á lokaári leikaranema.

 

Söngvarar:

Árni Beinteinn Árnason

Ebba Katrín Finnsdóttir

Eygló Hilmarsdóttir

Elísabet S. Guðrúnardóttir

Hákon Jóhannsson

Hlynur Þorsteinsson

Júlí Heiðar Halldórsson

Þórey Birgisdóttir

 

Hljómsveit: 

Árni Freyr Jónsson – Gítar ( Skapandi tónlistarmiðlun )

Ingibjörg Elsa Turchi – Bassi ( Tónsmíðar )

Benediktas Bazaras – Trommur ( Söngdeild )

Agnes Eyja Gunnarsdóttir – Fiðla ( Söngdeild )

Sævar Helgi Jóhannsson – Hljómborð (Tónsmíðar )

Kjartan Valdimarsson – Píanó, Hljómborð, Harmonikka 

  

Útsetningar og hljómsveitarstjórn: Sævar Helgi Jóhannsson og Kjartan Valdimarsson

Aðstoð við sviðsetningu: Stefán Jónsson

Söngkennari og umsjón: Björk Jónsdóttir