Manstu hver þú varst áður en heimurinn sagði þér hver þú ættir að vera?

                       (þessi titill er stolinn)

Snæbjörg Sigurgeirsdóttir er gestur Málstofu að þessu sinni. Hún hefur kennt raddbeitingu og textameðferð frá 1990, fyrst í Leiklistarskóla Íslands og síðan Listaháskóla Íslands frá stofnun hans.  Hún veitir hér innsýn í starf sitt og hugmyndir. 

,,Raddtækni snýst um skynjun.  Það er einfalt mál að kenna fólki huglægt hvernig röddin virkar sem tæki.  En það er líkaminn sem þarf að skilja, hjartað þarf að skilja til að röddin nýtist sem skapandi afl.  Til þess þarf skynjun.  Og hvernig kennir maður skynjun? Sennilega er ekki hægt að kenna rödd, en það er hægt að skapa aðstæður sem hjálpa nemandanum að læra sjálfur af eigin reynslu og upplifun”.

 

Allir hjartanlega velkomnir!