Sveinbjörg Þórhallsdóttir lektor og fagstjóri við samtímadansbraut í sviðslistadeild Listaháskólans er gestur í málstofu að þessu sinni.
Sveinbjörg útskrifaðist 1995 sem dansari frá  Alvin Ailey American Dance Center, í New York.
Hún er með Mastersgráðu sem danshöfundur frá Hollandi í Fontys University síðan 2008.
Hún hefur starfað sem dansari og danshöfundur frá útskrift og gerir enn ásamt starfi sínu hér við skólann.

„Mér finnst sköpunarkrafturinn margfaldast þegar breiður hópur listamanna kemur saman og deilir og miðlar sínum skoðunum og aðferðum til allra í hópnum.  Útkoman eftir slíkt ferðalag getur að sjálfsögðu verið misjöfn eins og gengur og gerist en engu að síður spennandi og óútreiknanleg.  Rannsóknarverkefni mitt í meistaranámi mínu í kóreografíu fjallaði einmitt um hvort sköpunarkrafturinn margfaldist eður ei þegar ólíkir listamann koma saman að sköpun sviðslistaverks.  “Can Creativity Multiply within a Collective or Devised Theatre? “.

Sveinbjörg veitir innsýn í starfsaðferðir sínar og hugmyndafræðina að baki þeirra.

Málstofan verður 2. Desember kl 12:15 í stofu 511 á Sölvhólsgötu.

Allir velkomnir