Þrír tónlistarháskólar auk Listaháskólans bjóða uppá námsbrautina en það eru Konunglegi tónlistarháskólinn í Stokkhólmi, Prins Claus Conservatoire í Groningen og Konunglegi tónlistarháskólinn í Den Haag. Samstarfsaðilar í Stykkishólmi eru Tónlistarskólinn í Stykkishólmi, Vatnasafnið og Eldfjallasafnið.

Þátttakendur koma víðs vegar en auk nemenda og kennara frá ofangreindum skólum verða þátttakendur frá: Sibelius Academy og Metropolia University of Applied Sciences í Helsinki, National Academy of Music í Osló, University of Music and Performing Arts í Vínarborg, University of Minnesota í Bandaríkjunum og Yong Siew Toh Conservatory í Singapore. 

Námskeiðið er hugsað sem upphaf NAIP meistaranámsins þar sem nemendur fá að kynnast ólíkum þáttum og aðferðafræði námsins, fá fjölbreytilegt innlegg frá leiðbeinendum úr öllum samstarfsskólunum, byggja upp sterkt og náið samfélag sín á milli og fá reynslu í að vinna með fólki með ólíkan bakgrunn að skapandi verkefnum. Má í því sambandi nefna að kennurum Tónlistarskóla Stykkishólms býðst að taka þátt spunavinnustofum undir leiðsögn leiðbeinenda frá samstarfsskólunum og fá þar með innsýn og grunnþjálfun í fjölbreyttar aðferðir við að kenna tónlistarspuna og tónsmíðum í hóp.

Gera má ráð fyrir að þessi fjölþjóðlegi hópur nemenda og kennara komi til með að setja svip sinn á bæjarlífið í Stykkishólmi enda koma nemendur til með að standa fyrir ýmsum viðburðum bæði sjálfstætt og í samvinnu sín á milli og við fólk á staðnum, sem allir eru opnir almenningi.

Námskeiðið er styrkt af Erasmus, Menntaáætlun Evrópusambandsins.

Nánari upplýsingar um námið er að finna