Sköpun, miðlun og frumkvöðlastarf eða New Audiences and Innovative Practice (NAIP) er samevrópskt meistaranám en eftirtaldir tónlistarháskólar auk Listaháskólans standa að náminu: Konunglegi tónlistarháskólinn í Haag, Prince Claus Conservatory í Groningen og Konunglegi tónlistarháskólinn í Stokkhólmi. Aðrir þátttakendur á sumarnámskeiðinu eru Sibelius Academy í Helsinki, Metropolia-háskólinn í Helsinki, Tónlistarháskólinn í Osló, Minnesota University og Guildhall School of Music and Drama í London.

30 nemendur munu sækja námskeiðið og njóta leiðsagnar leiðbeinenda frá ofangreindum skólum. Tilgangur námskeiðsins er að nemendur kynnist hugmyndafræði og grunnþáttum námsins, m.a. í gegnum skapandi hópavinnu, auk þess að  vinna verkefni sem tengjast samfélaginu á Suðureyri. 

Nánari upplýsingar um meistaranámið Sköpun, miðlun og frumkvöðlastarf er að finna á heimasíðunni