Hlutverk sjóðsins er að efla útgáfustarfsemi skólans og stuðla að miðlun á verkum akademískra starfsmanna. Þannig er honum ætlað að styrkja tengsl kennslu, rannsókna og nýsköpunar á fræðasviði lista. Rétt á styrkveitingum eiga fastráðnir akademískir starfsmenn í a.m.k. 50% starfshlutfalli.

Auglýst er eftir umsóknum einu sinni á hverju skólaári, og til úthlutunar nú er 1 milljón króna. Auglýst var í fyrsta sinn eftir umsóknum á haustönn 2013, og var þremur styrkjum úthlutað til eftirfarandi verkefna í febrúar 2014:

Arkitektúr hugmyndanna, kr. 450.000 (Sigrún Alba Sigurðardóttir, lektor í menningarfræði).

Reykjavíkurgötur, kr. 650.000 (Sigrún Birgisdóttir, deildarforseti hönnunar- og arkitektúrdeildar.

Tungumálið í heilu lagi, kr. 250.000 (Dóra Ísleifsdóttir, prófessor í grafískri hönnun).

Á  má finna nánari upplýsingar um reglur sjóðsins, umsóknareyðublað og skipan í stjórn.

Umsóknir skulu berast útprentaðar í þríriti fyrir klukkan 15.00 á skrifstofu skólans, Þverholti 11, 105 Reykjavík.