Hún kynnti sér starfsemi starfsráðgjafamiðstöðvar háskólans með það fyrir augum að nýta þá reynslu og aðferðir sem hafa verið þróaðar í Falmouth síðastliðin ár til að efla starfshæfni nemenda á sviði listgreina.

Starfsráðgjöf og starfshæfni  fléttast þar inn í nám nemenda á mjög áhugaverðan hátt. Falmouth háskóli býður nám í mörgum sömu námsgreinum og LHÍ og er því spennandi kostur sem skiptinám fyrir nemendur. Ekki eingöngu skorar Falmouth háskólinn hæst af listaháskólum  í Englandi í úttekt sem Sunday Times gerir árlega heldur er hann staðsettur í Cornwall sem er afskaplega fallegur staður.

Björg mun einnig heimsækja Listaháskólann í Berlín til að fá frekari upplýsingar um það hvernig listaháskólar í Evrópu byggja upp starfsráðgjöf og efla vitund nemenda um hæfileika sína og viðhorf þannig að þeir geti notið sín sem best á vinnumarkaðnum að loknu námi.

Á ljósmyndinni eru Jon Christie, Björg Jóna Birgisdóttir og prófessor Alan Murray.

Í Listaháskólans í Falmouth er sagt ítarlega frá heimsókn Bjargar til skólans.

Hægt er að skoða heimasíðu hér.