Fimmtudaginn 11. september kl. 12:10
Bark Design Architects: Architecture in the Australian Landscape

Lindy Atkin og Stephen Guthrie frá Bark Design Architects í Ástralíu flytja fyrirlesturinn „Arkitektúr í ástralska landslaginu“.  Verk Bark Design miðast við að kanna stemningu staðar í gegnum verkefni í arkitektúr og listum, með hliðsjón af staðarvitund, veðráttu og staðbundinni menningu.

Föstudaginn 12. september kl. 12:10
Pixelache: Active, Reflexive Relationships with technology and culture

Meðlimir í tengslanetinu Pixelache halda sameiginlegan fyrirlestur um „Virkt og íhugandi samband tækni og menningar“ í Listaháskóla Íslands, Þverholti.  Pixelache er bæði nafn á finnskri listahátíð og tengslaneti hátíða sem eru tileinkaðar tilraunakenndri list, hönnun og tækni.

Þriðjudaginn 16. september kl. 12:10
Salvör Jónsdóttir: Urban Agriculture - Private produce for the public good

Salvör Jónsdóttir er skipulagsfræðingur að mennt og hefur unnið að kennslu, rannsóknum og margþættum störfum á sviði skipulagsmála.  Fyrirlesturinn mun fjalla um borgarbúskap í nærumhverfinu í samhengi við alþjóðlega strauma og stefnur.

Þriðjudaginn 23. september kl. 12:10
Andrew King: Andrew King Trans Architecture

Andrew King fjallar um eigin verk og rannsóknarverkefni. Verkin endurspegla fjölbreytta nálgun á rannsóknarviðfangsefnum og spanna vítt svið arkitektúrs, innsetninga og samstarfsverkefna í listum.  Verkin hafa hlotið fjölda viðurkenninga í Canada.

Fyrirlestrarnir hefjast kl 12:10 í sal A í húsnæði hönnunar- og arkitektúrdeildar í Þverholti 11.  Fyrirlestrar eru fluttir á ensku.   Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.