Í tilefni af Alþjóðlegu ári ljóssins verður efnt til alþjóðlegrar og þverfaglegrar ráðstefnu í Reykjavík á föstudag og laugardag, 27. og 28. febrúar.  Að viðburðinum standa Háskóli Íslands, Université du Québec á Montréal í Kanada og Listaháskóla Íslands í samstarfi við Norræna húsið og Sendiráð Kanada á Íslandi.  Markmið ráðstefnunnar að takast á við og greina hið magnaða hreyfiafl sem felst í afgerandi umskiptum ljóss og myrkurs í Norðri.  Við stefnum saman fræðafólki, listamönnum og hönnuðum með breiðan bakgrunn og ólík sjónarmið og reynslu af viðfangsefninu og  vonumst til að skapa samtal sem hreyfir við og opnar nýja sýn á hversdagslíf okkar allra í Norðri. Meðal viðfangsefna sem til umfjöllunar verða eru gæði myrkurs, myrkur og ljós í arkitektúr, norðurljós og ferðamennska, myrkur í menningu og listum,  heimspeki myrkurs og leikur að skuggum og ljósi. 

Aðalfyrirlesarar eru Dr. Tim Edenson, Reader at the School of Science and the Environment, Manchester Metropolitan University, Haraldur Jónsson, myndlistarmaður og stundakennari við Listaháskóla Íslands og Tiffany Ayalik, kanadísk sviðslistakona. Auk þeirra tekur þátt fjöldi innlendra og erlendra fræðimanna, listamanna og hönnuða með erindum, gjörningum eða á sýningu í kjallara Norræna hússins, sem nemendur í myndlist við Listaháskólann og listfræði við Háskóla Íslands hafa sýningarstýrt. 

Ráðstefnan er öllum opin og er hún haldin í Norræna húsinu, Öskju og Odda í Háskóla Íslands. Sýningarhluti hennar stendur yfir til sunnudagsins 1. mars. 

Dagskrána í heild, útdrætti erinda og ágripabók ráðstefnunnar má sjá  (skrunið niður fyrir íslenska útgáfu).