Content only available in icelandic
 
Reykjavík Dance Festival, fer nú fram og spannar tvær vikur, frá 21. ágúst - 1.september
 
Áherslan nú í ágúst er á vinnuaðferðir dans - og sviðslistamanna og eru innlendir og erlendir listamenn í listamannadvöl á meðan á hátíðinni stendur. 
 
Hún fer fram í nánu samstarfi við sviðslistadeild Listaháskóla Íslands, en deildin gefur þeim listamönnum sem eru að vinna á vegum hátíðarinnar rými, þar sem fyrrum aðsetur hátíðarinnar, Dansverkstæðið, neyddist til að loka í júlí. Listamennirnir sem eru í listamannadvölum eru þau Gerald Kurdian frá Frakklandi, Ultimate Dancer frá Skotlandi, og frá Íslandi Dance For Me og Steinunn Ketilsdóttir, en hún er einnig er gestarannsakandi við deildina. Þau eru öll vað vinna að verkum sem hafa ekki enn verið frumsýnd, heldur eru stödd í ferlinu sjálfu. 
 
Til dæmis má nefna að listamaðurinn Gerald Kurdian vinnur að feminískum aktívistakór með þátttakendum frá Reykjavík og Dance For Me vinnur að verkinu Brogan Davison Show sem fer fram í heimahúsum, en báðir hóparnir munu taka þátt í  alþjóðlegu sviðslistahátíðinni Everybody´s Spectacular sem fer fram í nóvember næstkomandi og er einnig í samstarfi við sviðslistadeild LHÍ
 
Nánari upplýsingar um hátíðina og viðburði hennar má finna á www.reykjavikdancefestival.is