Fimm skiptinemar stunda nám við  hönnunar- og arkitektúrdeild og koma þau frá École Boulle í París, HAW í Hamburg, Moholy-Nagy University of Art and Design í Búdapest, Leipzig Academy of Visual Arts og Köln University of Applied Sciences.  Fjórir nemendur stunda skiptinám við tónlistardeild og koma þau frá Hannover Academy of Music, Royal Academy of Art í Hag, Kaunas University of Technology í Litháen og Falmouth University College (áður Dartington).  Einn skiptinemandi dvelur í leiklistar- og dansdeild þessa önnina og kemur hún frá Kuopio Academy of Music and Dance í Finnlandi.

Á sama tíma hafa 19 nemendur haldið utan í skiptinám eða starfsnám.  Níu nemendur leiklistar- og dansdeildar stunda skiptinám á eftirtöldum stöðum: Stockholm Dramatiska Högskolan, HAMU í Prag, Janacek Academy of Performing Arts í Brno í Tékklandi, Royal Scottish Conservatoire í Glasgow, University College Falmouth, Exeter University, Hildesheim University og National School of Drama í New Dehli á Indlandi.  Að auki leggja níu nemendur deildarinnar stund á starfsnám erlendis eða á Íslandi.  Fjórir nemendur myndlistardeildar eru í skiptnámi við eftirtalda skóla: UdK í Berlín, Malmö Art Academy, Gerrit Rietveld Academy í Amsterdam og Bezalel Art Academy í Jerúsalem.  Einn nemandi tónlistardeildar er í skiptinámi við Konservatoríuna í Mílanó á Ítalíu og einn nemandi hönnunar- og arkitektúrdeildar stundar skiptinám við Borås University of Textile í Svíþjóð.

Við hvetjum nemendur og starfsfólk Listaháskólans til að taka vel á móti erlendum skiptinemendum og óskum þess sömuleiðis að okkar stúdentum vegni vel í starfsnámi og skiptinámi hér heima og erlendis.  Meðfylgjandi mynd af erlendum skiptinemum skólans var tekin í heimboði rektors s.l. föstudagskvöld.