Á hátíðinni sem ber yfirskriftina „Sumin 2014“ og fer fram í Viljandi, Eistlandi eru samankomnir um 200 nemendur og kennarar frá tólf skólum. Þar gefst skólunum tækifæri til að sýna afrakstur námskeiða sem haldin hafa verið í vetur innan veggja skólanna á sviði barnaleikhúss, hlýða á fyrirlestra og taka þátt í umræðum um sýningarnar og verkefnið. Hátíðin var sett formlega á sunnudaginn var, 1. júní með stórbrotinni útisýningu fyrir börn með þátttöku 160 leiklistarnema frá öllum skólunum.

Framlag sviðslistadeildar LHÍ var verkið „Atsjú“ undir leiðsögn Helgu Arnalds myndlistar- og sviðslistakonu sem hún vann með nemendum frá Íslandi, Finnlandi, Svíþjóð, Eistlandi og Litháen. Alls 9 íslenskir sviðslistanemar frá Listaháskólanum taka þátt í hátíðinni.

Verkefnið er liður í samvinnu NorTeas, samstarfsnets Norrænna og baltneskra leiklistarháskóla sem styrkt er af Nordplus, menntaáætlun Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna.

Nánari upplýsingar
Margar skemmtilegar myndir er að finna á facebooksíðu verkefnisins