Verkin eru afrakstur þriggja námskeiða, hófst með Stefnumót við trjábændur þar sem hugmyndavinna fór fram. Kennari var Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir. Þá tók við námskeiðið Framleiðsla sem Dögg Guðmundsdóttir kenndi. Þar var áhersla lögð á framleiðslu og frumgerðir. Ferlinu lauk með námskeiðinu Kynning sem Hafsteinn Júlíusson kenndi. Þar sem unnið var með kynningu á þeim verkum sem urðu til, m.a. voru gerð myndbönd sem hægt er að skoða á heimasíðu verkefnisins, Auk þess sem nemendur settu upp sýningu í húsnæði hönnunar- og arkitektúrdeildar að Þverholti 11. Fagstjóri vöruhönnunarbrautar er Garðar Eyjólfsson.

Ítalska tímritið DOMUS birti grein um verk nemendanna ásamt ljósmyndum í desember tölublaði sínu.  DOMUS er eitt virtasta og víðlesnasta hönnunartímarit í heimunum í dag. Það er því mikill heiður fyrir nemendurna og Listaháskólann að blaðið fjalli um Rendez-Wood? 

Greinina í DOMUS er hægt að skoða 

Frameweb birti einnig grein um Rendez-wood? sem hægt er að skoða

Ljósmyndir, myndbönd og nánari upplýsingar um Rendez-wood? er hægt að nálgast á heimasíðu verkefnisins

Þeir nemendur sem tóku þátt í verkefninu eru: Anna Guðmundsdóttir, Katrín Magnúsdóttir, Thelma Hrund Benediktsdóttir, Ágústa Sveinsdóttir, Búi Bjarmar Aðalsteinsson, Sigurjón Axelsson og Björk Gunnbjörnsdóttir.