Listaháskóli Íslands brautskráði í dag fimm nemendur við hátíðlega athöfn sem haldin var á bókasafni skólans í Þverholti. 

Fjórir nemendur útskrifuðust frá listkennsludeild, þar af þrír með meistaragráðu og einn með diplómagráðu. Einn nemandi útskrifaðist með BA gráðu í tónsmíðum.

Á meðfylgjandi mynd má auk rektors og deildarforseta sjá þá nemendur sem viðstaddir voru útskriftina. Það eru þau Brynja Emilsdóttir, Vala Yates og Bjarni Snæbjörnsson.

Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskólans, flutti ávarp og er það aðgengilegt hér neðst á síðunni. Tryggvi M Baldvinsson, deildarforseti tónlistardeildar og Kristín Valsdóttir, deildarforseti listkennsludeildar, fluttu ávörp og afhentu nemendum útskriftarskírteinin.

Útskriftarnemum er óskað hjartanlega til hamingju með áfangann.