Alþjóðlegt meistaranám í myndlist og hönnun hófst í Listaháskóla Íslands haustið 2012 og er þetta því annar árgangur útskriftarnema námsbrautanna sem setur fram útskriftarverkefni sín til opinberrar sýningar og MA varna. Á sýningunni má sjá afrakstur tveggja ára háskólanáms á meistarastigi þar sem hönnuðir og myndlistarmenn hafa fengið tækifæri til að þróa og styrkja rannsóknir sínar á viðkomandi fagsviðum. Áhersla er lögð á skapandi og greinandi hugsun sem nýtist við framsækin verkefni á sviðum hönnunar og myndlistar á Íslandi.

Í MA námi í myndlist er nemendum skapaður vettvangur til að dýpka og auka þekkingu sína á sviði samtímamyndlistar, styrkja persónulega sýn og tengja listsköpun sína við fræðilegar forsendur fagsins. Í MA námi í hönnun býðst nemendum vettvangur til umbreytingaferlis sem tekur mið af 21. aldar áskorunum og viðfangsefnum. Námið undirbyggir skilning á tengingum í skapandi umbreytingu og hönnunarhugsun sem undirbyggir nýbreytni og nýsköpun í lífsháttum og pólitísku umhverfi.

Hér leggja fjórtán nemendur fram verk sín; átta í hönnun og sex í myndlist. Þau eru: Arite Fricke, Brynja Þóra Guðnadóttir, Droplaug Benediktsdóttir, Fiona Mary Cribben, Hjálmar Baldursson, Jiao Jiaoni, Li Yiwei and Magnús Elvar Jónsson af MA námsbraut í hönnun. Jonathan Boutefeu, Linn Björklund, Soffia Guðrún KR Jóhannsdóttir, Solveig Thoroddsen, Carmel Seymour and Unnur Guðrún Óttarsdóttir af MA námsbraut í myndlist.   

Sýningarstjóri er Sirra Sigrún Sigurðardóttir.

Breidd og sérhæfing í verki

Myndlistarverkin á sýningunni endurspegla breidd og sérhæfingu verkefna nemenda og rannsókna. Þar eru skoðaðar hugmyndir um persónulegt rými og mótun sjálfsvitundar á framandi stað, um helgisiði heimilishalds og málun sem dulskyggni og um óvænt fagurfræðilegt samband naumhyggjustefnu í myndlist og byggingarefnis til heimasmíði. Svonefnd speglunarkenning sálgreiningar og listmeðferðar er virkjuð í verkum sem miða að því að vekja skynrænar upplifanir áhorfenda. Gestgjafi býður dísætar sykursprengjur af rausn til áminningar um viðvarandi stríðsátök í samtímanum og kraftmikilar persónur frá ýmsum tímum sögunnar stígar fram í innsetningu teikninga, vídeós og gjörnings í safninu. 

Hönnunarverkefnin á sýningunni eru öll dæmi um hugsunarhátt sem felur í sér möguleika til stækkunar og á þróun, enda öll unnin í samráði og byggja á samþættingu þekkingar samstarfsaðila hönnuðanna og þeirra sem hannað er fyrir. Verkefnin eru öll notendamiðuð og í þeim öllum kallar hönnuður eftir enn víðara samstarfi á breiðum þekkingargrunni. Þannig eru þessi verkefni dæmi um góða hönnun. Hönnun sem lýsir grundvallarskilningi á þörfum annarra og skilningi á nauðsyn þess að samþætta fjölbreytileg og margþætt viðhorf og tengsl í hönnunarferli og afurðir hönnunar.

Leiðsögn útskriftarnema um sýningu í Gerðarsafni 

Myndlist 26. apríl kl. 15:00

Hönnun 3. maí kl. 15:00 

Sýningin stendur til 10. maí og er opin alla daga, kl. 11-17:00 nema mánudaga. 

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. 

Sérstakir viðburðir

Laugardaginn 18. apríl

Kl. 14 opnun sýningar

Kl. 15 Berglind, gjörningur eftir Soffíu Guðrúnu Kr Jóhannsdóttur

Laugardaginn 25. apríl

Kl. 12- 17 Solveig Thoroddsen býður upp á nýbakaðar sætar sprengjur

Sunnudaginn 26. apríl 

Kl. 15 Leiðsögn með útskriftarnemendum í myndlist um sýninguna

Laugardaginn 2. maí 

Kl. 12-17 Solveig Thoroddsen býður upp á nýbakaðar sætar sprengjur

Sunnudaginn 3. maí

kl. 14  Hugarflug, Arite Fricke verður með vinnustofu í  flugdrekagerð

Kl. 15 Leiðsögn með útskriftarnemendum í hönnun um sýninguna

Laugardaginn 9. maí 

Kl. 12-17 Solveig Thoroddsen býður upp á nýbakaðar sætar sprengjur

Sunnudagurinn 10. maí 

Kl. 15-17 Komið og hittið útskriftarnemendur, síðasti sýningardagur.  

/

The Iceland Academy of the Arts launched its international Masters programmes in Fine Art and Design autumn 2012 and now presents the second MA Degree Show

Presenting the rewards of two years of higher education at the Masters level, where designers and visual artists have had a chance to hone their skills and develop research into the relevant fields. Emphasis is on creative and analytical thinking that benefits innovative projects in design and visual art in Iceland.

In the MA Programme of Fine Art students are given a platform to enhance and further their knowledge in the field of visual art, with wide ranging integration of the artistic aspects necessary for innovative practice in fine art. MA in Design offers a systemic and self-transformative approach to learning that acknowledges the major challenges of the 21st century. Ultimately, the programme aims to enhance design’s global potential by using a relational approach to design thinking. It invites students to re-design their own professional role as designers and to re-think the nature of design itself.

Fourteen students present their MA projects this year. Eight from MA design; Arite Fricke, Brynja Þóra Guðnadóttir, Droplaug Benediktsdóttir, Fiona Mary Cribben, Hjálmar Baldursson, Jiao Jiaoni, Li Yiwei and Magnús Elvar Jónsson, and six from MA Fine Art; Jonathan Boutefeu, Linn Björklund, Soffia Guðrún KR Jóhannsdóttir, Solveig Thoroddsen, Carmel Seymour and Unnur Guðrún Óttarsdóttir

Curator of the MA Degree Show is Sirra Sigrún Sigurðardóttir.

Broad perspectives through diverse explorations

The works presented are diverse and distinct. Explorations on rituals in the home and how it can become a shrine to the self. Questions about identity and what it means to establish yourself in a foreign environment. How do we interact with each other and simultaneously handle our multiple identities in public spaces? Minimalism has an aesthetically surprising rendez-vous with the Do-It-Yourself craftsmanship. Boundaries are explored as well as holistic worlds of various elements that are introduced through sculpture, drawings, performance and participatory work. 

This second group of graduates from MA Design is diverse, and each project demonstrates how designers with proven ability can amplify their voice, sharpen their focus, and design themselves and their work in a direction that deals with and takes into account the world situation as is. The projects confront and acknowledge real world challenges while remaining true to each designer’s personal trajectory and research interests. The projects also all demonstrate scalable design, applicable locally, but potentially relevant globally. All the projects assume and include, the involvement and input of other stakeholders than the designers themselves, most importantly the user(s). 

Open Tuesday to Sunday from 11am – 5pm, museum is closed on Mondays. Free Admission during the MA Degree Show.

Program:

Saturday 18 April

2pm Opening

3pm Performance Berglind by Soffía Guðrún Kr Jóhannsdóttir

Saturday 25 April

12-17pm Solveig Thoroddsen serves freshly baked Sweet Bombs

Sunday 26 April

3pm MA Fine Art Talk – with students and teachers

Saturday 2 May

12-17pm Solveig Thoroddsen serves freshly baked Sweet Bombs

Sunday 3 May

2pm Hugarflug, Arite Fricke – Playful kite-making workshop

3pm MA Design Talk– with students and teachers

Saturday 9 May

12-17pm Solveig Thoroddsen serves freshly baked Sweet Bombs

Sunday 10 May

3-5pm Meet the Students (final day of the exhibition)