This article is only available in icelandic.
Samtök list- og hönnunarkennara á framhaldsskólastigi í samstarfi við listkennsludeild Listaháskóla Íslands buðu upp á sumarnámskeið í Feneyjum dagana 5. - 9. júní. 
 
Sumarnámskeiðið var haldið í tengslum við listahátíðina Feneyjatvíæringinn sem haldin var í 57. sinn árið 2017. Námskeiðið byggðist á heimsóknum á sýningar, stuttum fyrirlestrum og verkefnavinnu og alls tóku 21 framhaldsskólakennari frá sjö framhaldsskólum þátt.
 
Kennarar og fararstjórar á námskeiðinu voru:
 
Gunndís Ýr Finnbogadóttir, aðjúnkt við LHÍ.
Claudia Faraone, arkitekt og kennari við Università Iuav di Venezia.
Helga Kristrún Hjálmarsdóttir, myndlistarmaður og kennari við Borgarholtsskóla.
 
Sumarnámskeiðið SLHF í Feneyjum var styrkt af SEF - Samstarfsnefnd um endur­menntun framhalds­skóla­kennara.