content only available in icelandic.
 
Líkt og undanfarin ár standa Listaháskóli Íslands og Sinfóníuhljómsveit Íslands fyrir samkeppni um að koma fram með hljómsveitinni. Samkeppnin er opin nemendum sem stunda nám í hljóðfæraleik eða söng á 1. háskólastigi (bakkalár) og eru íslenskir ríkisborgarar eða erlendir ríkisborgarar sem hafa verið búsettir á Íslandi í amk eitt ár. Þeir hljóðfæraleikarar og söngvarar eiga rétt til þátttöku sem eru 30 ára eða yngri á árinu sem keppnin er haldin (2017).
 
Keppnin fer fram laugardaginn 28. október n.k. og er umsóknarfrestur til þátttöku til 6. október.
 
Við skráningu í keppnina skal tilgreint hvaða verk viðkomandi mun flytja í keppninni. Skilyrði fyrir verkefnavali er að nemandi flytji sömu efnisskrá á tónleikunum og hann flytur í keppninni.
Umsóknareyðublað og reglur keppninnar er að finna á heimasíðu Listaháskólans: lhi.is
Sigurvegarar keppninnar stíga svo á svið með Sinfóníuhljómsveit Íslands og stjórnandanum Daniel Raiskin, fimmtudaginn 11. janúar 2018.
 

Reglur um Unga einleikara

Umsóknareyðublað