Opið verður fyrir umsóknir um nám á leikarabraut fyrir skólaárið 2016-2017 frá 15. október til 2. desember 2015.

Nám á leikarabraut færir nemendum sínum verkfærin sem þeir þurfa til að geta tekist á við áskoranir framtíðarinnar sem starfandi leikarar. 

„Þetta nám er stöðug áskorun. Þú lærir á sjálfan þig sem listamann, í vinnu úti á gólfi í skapandi ferli. Þú lærir að vinna í hópi með ólíkum einstaklingum, þú lærir mismunandi aðferðir hjá mismunandi kennurum, þú lærir að gefa uppbyggilega gagnrýni, þú lærir að sjá hlutina með öðrum augum, þú lærir að vinna með styrkleikana þína og veikleika og þú lærir að vinna stöðugt að því að styrkja sjálfan þig. Þú lærir að anda upp á nýtt og kynnast þinni rödd. Á þessu ferðalagi breytist þú ef til vill eitthvað sem manneskja.” Katrín Halldóra Sigurðardóttir, leikkona.

Sviðslistadeild Listaháskólans er skapandi samfélag nemenda og kennara þar sem skörun listgreina opnar möguleika á því að ferðast yfir landamæri og komast á nýjar slóðir.

Frekari upplýsingar um nám á leikarabraut er að finna hér.

Upplýsingar um inntökuskilyrði og inntökuferli er að finna hér og er hægt að sækja um nám hér.

Hjá sviðslistadeild eru nýir nemendur teknir inn tvö ár í röð en þriðja hvert ár eru ekki teknir inn nýir nemendur. Tekið var inn fyrir skólaárið 2015-16 og er nú verið að hefja inntökur fyrir skólaárið 2016-17. Hlé verður því á inntöku í sviðslistadeild fyrir skólaárið 2017-18.