Í fyrirlestraröð vetrarins kynna kennarar tónlistardeildar og gestir eigin verkefni, rannsóknir og/eða listsköpun og ræða um tengsl þeirra við kennslu, listir eða samfélagið almennt.  

Við tónlistardeild LHÍ er boðið uppá nám á fimm brautum til bakkalárgráðu, í hljóðfæraleik og söng, í hljóðfærakennslu, tónsmíðum, skapandi tónlistarmiðlun og kirkjutónlist, auk þess er boðið upp á meistaranám í sköpun, miðlun og frumkvöðlastarfi (NAIP) og tónsmíðum. Fyrirlestraröðin er sett saman með nemendur deildarinnar í huga og er hún liður í því að rækta gagnrýna hugsun og umræðu auk þess að kynna fjölbreyttan starfsvettvang tónlistar.   

Fyrirlestrarnir eru öllum opnir og er bæði fagfólk, nemendur og áhugafólk um tónlist hvatt til þess að mæta.

Fyrirlestrarnir í Sölvhóli, sal tónlistardeildar, Sölvhólsgötu 13. 

 

5. FEBRÚAR KL. 12:45 

Rachel Beetz 

Flautuleikari 

 

4. MARS KL. 12:45 

Angelo Sturiale 

Tónskáld og myndlistarmaður. Gestaprófessor í tónfræðum, tónsmíðum og spuna við Tecnológico de Monterrey í Mexíkó. 

 

18. MARS KL. 12:45 

Hilary Finch 

Menningargagnrýnandi hjá The Times íBretlandi. 

 

1. APRÍL KL. 12:45 

Pétur Þór Benediktsson 

Tónlistarmaður og stundakennari LHÍ. 

 

15. APRÍL KL. 12:45 

Peter Ablinger 

Tónskáld við Akademie der Künste, Berlín og rannsóknarprófessor við University of Huddersfield.