myndlist.jpg
 

Í námskeiðinu eru myndlistarverk skoðuð í kynlegu ljósi og fjallað um kenningalegan grundvöll kynjafræða og þverfaglegt inntak þeirra. Leitast er við að greina hvernig hugmyndir um kyngervi (e. gender) hafa áhrif á listsköpun jafnt sem umræðu og skrif um myndlist. Birtingarform og merking kyngervis í tungumáli, samfélagi og menningu eru einnig greind með áherslu á staðalímyndir og/eða uppbrot þeirra í afstöðu og verkum listamanna. Stuðst er við hugmyndir femínista og hinsegin fræða til að afhjúpa áhrif kyngervis í verkum sumra listamanna sem hliðra staðalímyndum kven- og karlleika og skapa usla í ríkjandi orðræðu og kynjakerfi Vesturlanda. Einnig er fjallað um listheiminn út frá kynjafræðilegu sjónarhorni og kynntar rannsóknir á margbreytilegum birtingarmyndum kynjamisréttis í samtímanum.

Námsmat: Þátttaka í umræðum, vinnudagbók, verk og greinargerð eða ritgerð.

Kennari: Aðalheiður L. Guðmundsdóttir 

Staður og stund: Laugarnes, miðvikudagar kl: 10:30-12:10.

Tímabil: 31. ágúst - 09. desember, 2016.

Verð: 60.000 kr. (án eininga) – 75.000 kr. (með einingum).

Fyrir hverja er námskeiðið/Námsstig: Námskeiðið er opið öllum með BA gráðu í myndlist eða sambærilegt nám. Skyldunámskeið í meistaranámi í myndlist.

Athugið að námskeiðið er kennt á ensku.