ll Hands on Deck – What makes Nordic Documentaries tick?
Fyrirlestur á vegum Íslenska dansflokksins með Karolina Lidin, Senior Documentary Advisor hjá Nordic TV and Film Funding.
Staðsetning: Smiðjan, Sviðslistadeild Listaháskólans, Sölvhólsgötu 13, 101 Reykjavík.
 
Karolina hóf feril sinn á miklum umbreytingartíma í heimildamyndagerð á alþjóðlegri vísu þar sem meiri áhersla var lögð á samvinnu og samnýtingu.
Samnýting á auðlindum og sköpunarkraftinum eru lykilatriði í velgengni norrænnar heimildamyndagerðar á alþjóðavísu og telst Nordisk Film & TV Fond miðpunktur kynningarstarfs á þessari Norrænu og alþjóðlegri framleiðslu og dreifingu.
Fyrirlestur þessi mun setja þessa þróun á heimildamyndagerð í sögulegt samhengi, en fyrst og fremst einblína á þá möguleika sem hið norræna “All hands on deck approach” býður upp á.
Aðeins 60 sæti í boði.
Vinsamlegast skráðu þig hjá iris [at] id.is

fyrir kl. 17:00 miðvikudaginn 24. Ágúst.