Fyrir hverja er námskeiðið: 

Kyogen er aldagömul japönsk hefð gamanleikja sem leiknir voru í hléi á milli háalvarlegra Noh verka til þess að veita áhorfendum losun. Á námskeiðinu verður unnið með leikara- þjálfun samkvæmt Kyogen hefðinni eins og hún hefur verið stunduð í 600 ár í Kyoto. Unnið verður með stöður, göngur, gjörðir, japanska blævængi “ogi” og grunnlögmál “lazzi” sem er einskonar japanskur látbragðsleikur. Unnið verður að því að sviðsetja stutta senu úr hefðbundnu Kyogen verki. 

Námsmat: Símat

Kennari: Igor Dostalek

Staður og stund: Sölvhólsgata, mán. til fös 08:30 – 12:10

Tímabil: 09.01 – 20.01.2017

Forkröfur: Stúdentspróf

Nánari upplýsingar: Vigdís Másdóttir, verkefnastjóri sviðslistadeildar: vigdismas [at] lhi.is