Kynning á lokaverkefnum í grafískri nótnaskrift

Nemendur í grafískri nótnaskrift munu kynna lokaverkefni sín í Sölvhóli á föstudaginn 16. desember kl. 12:34. Á námskeiðinu hafa nemendur fengið fyrirlestra um sögu grafískrar nótnaskriftar, skoðað miðilinn frá ólíkum hliðum, gert verkefni og rætt efnið frá ólíkum sjónarhornum. Áfanginn hefur verið skemmtilegur og búast má við spennandi útkomu úr verkefnunum.

Viðburðurinn er öllum opinn.