Caput vinnustofa með meistaranemum í tónsmíðum

Föstudaginn 13. janúar frá 9-14 í Sölvhóli verður vinnustofa Caput með meistaranemum í tónsmíðum. Þetta er í þriðja sinn sem blásið er til vinnustofu Caput en hún er ætluð fyrir nemendur á 1. og 2. önn meistaranámsins í tónsmíðum. Verk nemendanna eru samin fyrir flautu, klarinett, horn, slagverk, píanó, fiðlu, víólu og selló. Stjórnandi Caput er Guðni Franzson.

Dagskráin vinnustofunnar verður sem hér segir:

8:45 Steingrímur Þórhallsson: Án-Ná

09:35 Þorvaldur Örn Davíðsson: 𝝋

10:15 Veronique Jacques Fell

11:05 Ásbjörg Jónsdóttir: Saumur;

12:10 Birgit Djupedal Passacaglia

13:00 Sohjung Park The Wailing