Umsóknarfrestur um meistaranám í sviðslistum og NAIP (Sköpun, miðlun og frumkvöðlastarf) hefur verið framlengdur til 12. maí n.k.

 

Meistaranám í sviðslistum

Í náminu er lögð áhersla á að nemandinn þrói aðferðafræði og nálgun sína við listformið. Lögð er áhersla á að í listsköpun og rannsóknum nemenda eigi sér stað markviss uppbygging þekkingar sem og vinna með þau viðfangsefni og aðferðir sem nemandinn leggur upp með í upphafi náms. Jafnframt er lögð áhersla á að nemendur nái góðu valdi á faglegum viðmiðum sviðslista og miðar námið að því að efla færni nemenda í aðferðum fagsins og þjálfa þá í að fjalla um eigin verk.

Umsóknar- og inntökuferli

 

Meistaranám í sköpun miðlun og frumkvöðlastarfsemi

Starf tónlistarmannsins breytist hratt, verður sífellt fjölbreytilegra og teygist víðar þvert á landamæri. Lengi hefur skort á að í boði sé einstaklingsmiðað tónlistarnám sem sniðið er að þörfum hvers og eins. Það verður æ erfiðara að fá vinnu í hljómsveit eða óperuhúsi, að ekki sé minnst á að fá tækifæri sem einleikari eða einsöngvari, á meðan störfum frumkvöðla og sjálfstætt starfandi tónlistarmanna í hinum ýmsu lögum þjóðfélagsins fjölgar hratt.

Umsóknar- og inntökuferli