Skipholt er byggt á textum eftir Adolf Smára Unnarsson, Birni Jón Sigurðsson, Matthías Tryggva Haraldsson og Stefán Ingvar Vigfússon sem voru skrifaðir sérstaklega fyrir verkið. Skipholt reynir að svara spurningum um sitt eigið form. Þáttakendur reyna að átta sig á eigin formfestu og öðrum formum sem fólk á það til að festa sig í. Er hringurinn æðsta formið eða eru það áformin um að komast í form? Form eins og formalín og frauðplast? Ég veit það ekki en ég veit að það er glatað að vera sagt upp í Skipholti.

Autrix er samið fyrir Heiði Láru og Lilju Maríu. Verkið er byggt á lagi eftir miðaldatónskáldið Hildigerði frá Bingen.

Friðrik útskrifast í vor af tónsmíðabraut, einkakennarar hans eru Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson og Páll Ragnar Pálsson. Friðrik hóf píanónám fimm ára gamall í Suzuki skólanum en lærði lengst af í Tónlistarskólanum á Seltjarnarnesi undir handleiðslu Aðalheiðar Eggertsdóttur. Þaðan lauk hann framhaldsprófi árið 2015 en síðan þá hefur hann einbeitt sér að tónsmíðum. Ásamt því að semja hljóðfæra- og kórtónlist hefur Friðrik samið tónlist fyrir fjölda leiksýninga, dansverka og stuttmynda.

Skipholt- Flytjendur:
Aldís Bergsveinsdóttir, fiðla
Steina Kristín Ingólfsdóttir, víóla
Heiður Lára Bjarnadóttir, selló
Kristín Jóna Bragadóttir, es klarinett
Kristín Þóra Pétursdóttir, bassaklarinett

Kór:
Silja Garðarsdóttir
María Sól Ingólfsdóttir
Jóhanna Guðrún Sigurðardóttir
Sandra Lind Þorsteinsdóttir
María Oddný Sigurðardóttir
Una María Bergmann
Sunna Karen Einarsdóttir
Sunna Friðjónsdóttir
Dagur Þorgrímsson, tenór

Autrix:
Heiður Lára Bjarnadóttir, selló
Lilja María Ásmundardóttir, píanó