This article is only available in icelandic.

 

Útskriftartónleikar Sigríðar Hjördísar Indriðadóttur eru hluti af Útskriftarhátíð Listaháskóla Íslands 2017.

Sónata í h-moll - J.S.Bach (1685 – 1750)

-Andante -Largo e dolce

-Presto

H-moll sonata Bachs er eitt af allra mesta framlagi Bachs til flaututónbókmenntanna. Þessi sonata er eina kláraða flautusónatan hans sem varðveittist í gömlu handriti frá 1736-1749 þegar Bach var í Leipzig. Nokkrar vísbendingar benda til þess að sonatan hafi upphaflega verið skrifuð í G-moll og mögulega fyrir annað hljóðfæri.

Anna Þorvaldsdóttir (1977) – Rain (2010)

H. Villa-Lobos (1887 – 1959) – Assobio a Jato, “The Jet Whistle” (1950)

-Allegro non troppo

-Adagio

-Vivo

Hinn brasilíski Heitor Villa-Lobos samdi mikið í sínum þjóðlega stíl. Hann ásamt Carlos Chávez og Alberto Ginastera rannsökuðu sögu og trú sinnar þjóðar til að finna þennan sérstaka brasilíska Latin-American stíl. Hann lærði á selló og klarinett hjá föður sínum og kenndi sjálfum sér á gítar. Villa-Lobos skýrði þetta verk eftir hljóði sem að flautuleikarinn framkallar í síðasta kafla verksins. Til að ná því hljóði þarf flautuleikarinn að blása loftinu af miklum krafti alveg ofan í flautuna og á sama tíma beina loftstrauminum upp.

HLÉ

Camille Saint-Saens (1835 – 1921) – Romance, Op.37 (1874)

Saint-Saens var eitt af merkustu tónskáldum frakka, að því leitinu til að tónsmíðar hans ná yfir svo margar tegundir tónlistar. Hann samdi kirkjuleg verk, sinfóníur, sönglög, konserta og jafnvel skrúðgöngu tónlist. Rómansan er upphaflega samin fyrir flautu og píano en síðar skrifaði hann út part fyrir hljómsveit til að leika með flautunni.

Chant de linos (1946) – André Jolivet (1905 – 1974)

Þetta verk er afar ögrandi bæði fyrir flytjendur og áheyrendur og reynir mikið á tæknilega getu flytjendanna. Í formála að verkinu segir að á tímum Forn-Grikkja var Chant de Linos (Söngur Línusar) tegund af sorgarljóði með harmakveinum, hrópum og dönsum inn á milli. Í verkinu er Jolivet gagntekinn af helgisiðum, frumstæðum söngvum og særingarþulum eins og áberandi var í nokkrum fyrri tónsmíðum hans sem voru undir áhrifum frá Afríku og Austur-Asíu. Í Chant de Linos, sem hefst á kraftmikilli flautukadensu, blandast saman þjáningarfullar

laglínur, örvæntingarfull hróp og villtir dansar á framandi og mikilfenglegan hátt sem ýtir flytjendum út á ystu nöf.

Sigríður Hjördís hóf þverflautunám 10 ára gömul í Tónlistarskólanum á Akranesi fyrst hjá Helgu Kvam og síðar hjá Patrycju Szałkowicz. Um haustið 2009 gekk Sigríður í Tónlistarskóla Reykjavíkur í frekara þverflautunám hjá Hallfríði Ólafsdóttur og kláraði þaðan framhaldspróf í þverflautuleik vorið 2014. Haustið 2014 stundaði Sigríður þverflautunám við Royal Conservatory of Antwerpen undir handleiðslu Aldo Baertens í Belgíu þangað til leiðin lá í Listaháskóla Íslands haustið 2015. Þar hefur hún verið undir dyggri leiðsögn Hallfríðar Ólafsdóttur og Emilíu Rósar Sigfúsdóttur.

 

Listaháskólinn og Salurinn, Kópavogi eru í samstarfi vegna Tónleikaraðar Útskriftarhátíðar Listaháskólans og fara fjöldinn allur af tónleikum fram þar.