Píanódeild Listaháskóla Íslands gerðist nýlega aðili að samstarfsverkefni norrænna listaháskóla sem kallast “Crossing Keyboards” . 

Í samstarfinu felst meðal annars að nemendur og prófessorar skólanna heimsækja hvern annan og halda þar masterklassa og tónleika.

Mánudaginn 18. september heimsækja  kennarar og nemendur úr Lettneska tónlistarháskólanum Jāzeps Vītols í Riga tónlistardeild LHÍ.

Prófessorarnir Juris Kalnciems og Toms Ostrovskis halda píanómasterklassa í Skipholti 31 kl. 14-18 og  fjórir nemendur JVLMA - Lāsma Neulāne, Viktorija Trofimova, Jānis Karpovičs og Aleksandrs Kalējs - koma fram á tónleikum í Norræna húsinu í Reykjavík kl.19:30.

Allir hjartanlega velkomnir.

Nemendur og kennarar tónlistardeildar munu svo heimsækja Jāzeps Vītols í Riga í lok september.

Verkefnið er stutt af Nordplus.