Content only available in Icelandic
 
Listaháskólinn og NAIP í Hafnarfirði.
 
Laugardaginn 2. september verður haldin hátíð í miðbæ Hafnarfjarðar í tengslum við alþjóðlegt námskeið evrópska NAIP verkefnisins (New Audiences and Innovative Practice) en það er meistaranám sem var þróað fyrir um 10 árum og tónlistardeild Listaháskólans hefur tekið þátt í að móta frá upphafi.
 
Námið er ný nálgun í meistaranámi sem tekur mið af síbreytilegum aðstæðum í starfsumhverfi tónlistarmanna í því augnarmiði að efla sjálfstæði, aðlögunarhæfni, sköpunarkraft, samstarfs- og samskiptahæfni tónlistarmanna. Samstarfið hefur nú verið útvíkkað í fleiri listgreinar. Nánari upplýsingar um NAIP má finna á vefsíðunni http://www.musicmaster.eu/
 
Þátttakendur á námskeiðinu eru 30 meistaranemar í tónlist, sviðslistum, myndlist og tækni og 16 kennarar frá 7 listaháskólum í Evrópu og Asíu. Á námskeiðinu er leitast við að skapa umhverfi þar sem hópur listamanna, bæði nemenda og kennara vinnur saman að tilraunum í skapandi samvinnu þvert á listgreinar. Unnið er í samvinnu við ýmsar stofnanir og aðila í Hafnarfirði en Tónlistarskóli Hafnarfjarðar er aðalsamstarfsaðili námskeiðsins.
 
Hátíðin hefst í Bæjarbíói kl. 13.30. Hún flyst síðan milli staða í miðbæ Hafnarfjarðar, fer m.a. í Tónkvísl, Gaflaraleikhúsið og Íshúsið og stendur til kl. 19:30.
 
Nánari upplýsingar um dagskrána og staðsetningarnar verða tiltækar á eftirfarandi Facebook viðburði