Gestakennarar frá Tónlistarháskólanum í Vínarborg MDW.
 
Georgia Michaelides, söngkona, er fædd á Kýpur. Og hefur komið fram víða sem túlkandi ljóða, óratóríu, og í óperum. Hún hefur verið prófessor í túlkun og söngtækni við A. Salieri Institut Tónlistarháskólans í Vínarborg frá 1984.
 
Mami Teraoka, píanóleikari, er fædd í Japan, en hún stundaði nám við Tónlistarháksólann í Vín í meðleik og ljóðatúlkun hjá Erik Werba. Að námi loknu 1989 fékk hún stöðu við háskólann og hefur starfað þar síðan sem kennari í meðleik og „korrepitition“.
 
Prof. Georgia Michaelides og Mami Teraoka verða gestakennarar við Tónlistardeild næstu daga. Þann 3. og 4. október 10:00-12:00 og 13:00-15:00 mun Prof. Michaelides vera með masterklassa fyrir söngvara . Föstudaginn 6. október 14:00-16:00 munu þær leiðbeina píanó- og söngnemendum  á masterklass með áherslu á þýskan ljóðasöng.
 
Gestir eru velkomnir í þessa tíma en þeir fara fram í Skipholti 31.