Listgreinakennarar á framhaldsskólastigi og kennarar LHÍ hittast og ræða sameiginleg hagsmunamál. Fundurinn er haldinn í húsnæði LHÍ við Laugarnesveg 91.

Lifandi og þverfagleg umræða um það sem skiptir okkur öll máli: Aðgengi nemandans að listnámi og ferðalag hans milli skólastiga.

Listaháskóli Íslands og SLHF: Samtök list- og hönnunarkennara á framhaldsskólastigi standa sameiginlega að fundinum. Við ætlum að ræða sameiginleg hagsmunamál og hvernig þessi tvö skólastig geti unnið saman að saumlausu ferðalagi nemenda þar á milli.