Málstofa BA nema tónsmíðum, Skipholti 31, 10. nóvember.  kl. 12:45-14:40 – Errata og loadbang frá New York

loadbang er nútímatónlisthópur frá New York sem samanstendur af trompet, básúnu, bassaklarinetti og barrítónrödd en hópurinn var stofnaður árið 2008 og hefur fengið frábæra gagnrýni miðla á borð við The New York Times, Baltimore Sun og Time Out í New York. Hópurinn hefur verið iðinn við að frumflytja ný verk sérstaklega saminn fyrir hann en í kringum 200 verk hafa fæðst fyrir tilstilli hópsins.

Errata Collective er hópur fimm íslenskra tónskálda sem vinna sameiginlega að verkefnum tengdum tónsmíðum sínum. Markmið hópsins er að skapa vettvang ungra tónskálda til að kynna list sína á eins breiðum grundvelli og hægt er, ásamt því að kynna nýar og skapandi leiðir í tónsmíðum og dreifingu.

Errata og loadbang leiða um þessar mundir hesta sína saman en loadbang heldur tónleika í Mengi laugardaginn 11. nóvember n.k. þar sem meðal annars verða leikin ný verk eftir nokkra meðlimi Errata.

Á fyrirlestrinum munu hóparnir tveir kynna starf sitt en athyglinni verður aðallega beint að erlendu gestunum.