Fimmtudaginn 9. nóvember næstkomandi fara fram Hönnunarverðlaun Íslands 2017 og málþingið „Gætum við gert þetta svona – Hönnun ferðaþjónustu“ undir stjórn Fríðu Bjarkar Ingvarsdóttur, rektor Listaháskóla Íslands. Lærðir sem leiknir, hönnuðir, arkitektar og aðrir sem tengjast hönnun á Íslandi ættu ekki að láta sig vanta á þessa stórskemmtilegu viðburði.
 
Hönnunarverðlaun Íslands 2017
Hönnunarverðlaun Íslands verða á fimmtudaginn afhent í fjórða sinn við hátíðlega athöfn í IÐNÓ. Húsið opnar klukkan 20.30 en athöfnin hefst klukkan 21. Kynnir kvöldsins er Gísli Marteinn Baldursson en hljómsveitin Babies mun sjá um að halda uppi fjörinu fram eftir kvöldi. Hægt er að kynna sér þau verk sem eru í forvali dómnefndar á www.verdlaun.honnunarmidstod.is. Hátíðlegur klæðnaður er æskilegur.
 
Gætum við gert þetta svona?
Samhliða Hönnunarverðlaununum er haldið málþing fyrr um daginn undir yfirskriftinni: „Gætum við gert þetta svona – Hönnun ferðaþjónustu“. Þar munu sjö snarpir, myndrænir fyrirlestrar um vægi hönnunar í framúrskarandi ferðaþjónustuverkefnum veita innblástur í lifandi og hnífskarpar pallborðsumræður. Málþingið fer einnig fram í IÐNÓ og stendur frá klukkan 15:00 til 17:00. Stjórnandi málþingsins er Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands. Frítt er inn en sætafjöldi er takmarkaður og því mikilvægt að skrá sig. Nánari upplýsingar má finna hér: http://www.honnunarmidstod.is/Frettir/Lesafrett/4102.