Meistarafélagið Jakob, nemendafélag meistaranema LHÍ stendur fyrir kynningu mánudaginn 27. nóvember. 

 
Payday var tilnefnt til Nýsköpunarverðlauna Norðurlanda 2017 og er talið framúrskarandi nýtt hugbúnaðarforrit.
Björn Björnsson er stofnandi og framkvæmdarstjóri Payday ásamt því að reka hugbúnaðarfyrirtækið Divot ehf.
 
Björn hefur margra ára reynslu í þróun og rekstri hugbúnaðar og var einn af stofnendum Miði.is. Hann hefur einnig stýrt þróun miðasöluhugbúnaðar í Danmörku, Svíþjóð og Noregi.
 
Í kynningunni fer Björn yfir helstu áskoranir sem sjálfstætt starfandi einstaklingar standa frammi fyrir þegar kemur að því að senda reikninga, reikna sér laun og standa skil á opinberum gjöldum.
 
Payday er frábær lausn fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga sem vilja hafa góða yfirsýn yfir reksturinn og á sama tíma spara sér tíma og áhyggjur.
 
 
Öll velkomin!