Háskóladagurinn, laugardaginn 3. Mars, 2018, í Laugarnesinu. 
 

 

VALDHAFAR - opin leirsmiðja

 
Listkennsludeild LHÍ býður upp á leirsmiðju undir leiðsögn Guðrúnar Jónu Halldórsdóttur, keramikers og Elínar Önnu Þórisdóttur, listakonu. Báðar eru þær meistaranemar í listkennslufræðum.
 
Leirsmiðjan er frá 13-15 og er skipt í fjórar 30 mínútna einingar þar sem hámarksþátttakendafjöldi er 8 manns í senn. 
 
Um leirsmiðjuna
 
Kórónur hafa verið tákn valds og auðs í gegnum tíðina. Ávinningur fyrir einhverja stöðu eða táknrænt gildi sem setur valdið á höfuð eins aðila.
 
Í fyrri hluta listasmiðjunnar býðst gestum að leira kórónu fyrir náttúrufyrirbæri úr dýraríkinu sem skiptir þá miklu máli og þeir vilja gefa aukna valdstöðu.
 
Í seinni hlutanum býðst gestum að leira kórónur fyrir sig sjálfa og setja valdið á sinn haus.
 
Eftir smiðjuna verða kórónurnar þurrkaðar, brenndar og settar á sýningu í almenningsrými í LHÍ í Laugarnesinu. Verða þær til sýnis fyrir gesti og gangandi í eina viku. Eftir sýningu er kórónugerðarfólki velkomið að koma og sækja kórónuna sína.
 
Öll velkomin.
 
 
Umsóknarfrestur í listkennsludeild LHÍ er til og með 11. maí ´18 og má nálgast allar helstu upplýsingar um inntökuferlið hér