Landslag og þátttaka er þverfaglegt verkefni sem hefur þann megin tilgang að stuðla að aukinni þátttöku almennings í ákvörðunum er varða umhverfis- og skipulagsmál með landslag og gildi þess í forgrunni.  Landslag og þátttaka er styrkt af Skipulagsstofnun og unnið samhliða aðalskipulagsvinnu Kjósarhrepps. 
 
Verkefnið felst í því að þverfaglegur hópur rannsakenda (af sviðum heimspeki, mannfræði, landfræði, fornleifafræði, myndlistar, kennslufræði og hönnunar) vinnur ásamt staðkunnugum á tilteknu rannsóknarsvæði að því að draga upp mynd af gildi og merkingu landslagsins á svæðinu, með það að leiðarljósi að afrakstur verkefnisins geti nýst sem ein af forsendum skipulagsákvarðana.
 
Að verkefninu standa Birna Lárusdóttir fornleifafræðingur, Edda R.H. Waage landfræðingur, Guðbjörg Rannveig Jóhannesdóttir heimspekingur, Gunndís Ýr Finnbogadóttir myndlistarmaður, Helga Ögmundardóttir mannfræðingur
og Tinna Gunnarsdóttir vöruhönnuður.
 
Gunndís Ýr Finnbogadóttir er einnig lektor og fagstjóri við listkennsludeild Listaháskóla Íslands, Guðbjörg R. Jóhannesdóttir er aðjúnkt við hönnunar- og arkitektúrdeild og listkennsludeild Listaháskóla Íslands ásamt því að vera nýdoktor við Heimspekistofnun Háskóla Íslands og Tinna Gunnarsdóttir er einnig er prófessor við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands.
 
Næsti viðburður verður „Vöfflukaffi í Kjós – Stefnumót við landslag“
Öllum Kjósverjum, íbúum og öðrum sem dvelja í Kjósinni, er boðið í vöfflukaffi laugardaginn 10. mars ´18 kl. 16.00-18.00 í Ásgarði og má nálgast allar nánari upplýsingar hérna. 
 
prt_400x400_1519898017.jpg