Stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna hefur lokið úthlutun fyrir sumarið 2018. Sjóðnum bárust alls 171 umsóknir í ár og hlutu 72 verkefni styrk, sem gerir um 42% úthlutunarhlutfall.

 
Styrkt verkefni með aðkomu nemenda og kennara Listaháskólans eru 8 talsins, sem alls 17 nemendur munu vinna að í sumar.
 
Listaháskólinn óskar nemendum og leiðbeinendum þeirra til hamingju með árangurinn.
 
Staðbundin framleiðsla: Litla Hraun – Nýting hönnunar við nýsköpun og vöruþróun í vinnustofum fanga
Leiðbeinendur: Búi Bjarmar Aðalsteinsson hjá Grallaragerðinni ehf. og Rúna Thors, aðjúnkt við hönnunar- og arkitektúrdeild.
9 mannmánuðir fyrir 3 nemendur, 2.097.000 kr.
 
Fontar unnir út frá skrift úr íslenskum handritum.
Leiðbeinandi: Sigurður Ármannsson, stundakennari við hönnunar- og arkitektúrdeild.
3 mannmánuðir fyrir 1 nemanda, 699.000 kr.
 
Saga jazztónlistar á Íslandi 1965-1990
Leiðbeinandi: Þorbjörg Daphne Hall, lektor við tónlistardeild.
3 mannmánuðir fyrir 1 nemanda, 699.000 kr.
 
Íslenska heitið er 2D-ance. En þá er verið að vitna í orðaleik með tvívíðan dans.
Leiðbeinandi: Saga Sigurðardóttir, stundakennari við sviðslistadeild.
9 mannmánuðir fyrir 3 nemendur, 2.097.000 kr.
 
Rýnum í rúnir
Leiðbeinandi: Bryndís Björgvinsdóttir, lektor við hönnunar- og arkitektúrdeild.
3 mannmánuðir fyrir 1 nemanda, 699.000 kr.
 
...Without breaking any eggs: a visual research journey on the eggs of Langvía
Leiðbeinandi: Bryndís Snæbjörnsdóttir, prófessor við myndlistardeild.
3 mannmánuðir fyrir 1 nemanda, 699.000 kr.
 
Korpa-BioLab
Leiðbeinendur: Thomas Pausz, lektor við hönnunar- og arkitektúrdeild og Hrannar Smári Hilmarsson, sérfræðingur hjá Landbúnaðarháskólanum
9 mannmánuðir fyrir 3 nemendur, 2.097.000 kr.
 
Framtíðarsýn fyrir íslensku sauðkindina
Leiðbeinendur: Rúna Thors, aðjúnkt við hönnunar- og arkitektúrdeild, og Emma Eyþórsdóttir, dósent við Landbúnaðarháskólann.
12 mannmánuðir fyrir 4 nemendur, 2.796.000 kr.
 
Þetta yfirlit er unnið upp úr gögnum Rannís þar sem verkefni eru skráð eftir heiti verkefnis ásamt nafni og aðsetri leiðbeinanda. Nöfn nemenda verða birt á gagnagrunni Rannís á næstunni.