Misbrigði III: Utangarðs, er andsvar við vestrænni neyslumenningu og unnið í samstarfi við Fatasöfnun Rauða krossinns á Íslandi.

Verkefnið Misbrigði er nú unnið í þriðja sinn af nemendum í fatahönnun á 2. ári við Listaháskóla Íslands í samstarfi við Fatasöfnun Rauða kross Íslands.  Sá fatnaður og textíll sem unnið er með hefur, fyrir ýmsar sakir lent utangarðs og er ósöluhæfur nema til niðurrifs. 

Ljóst er að endurvinnsla mun spila veigamikið hlutverk í framtíðinni og sú leið sem við vinnum með í þessu verkefni er ein af mörgum og sú sem flestum er fær. 

Við virkjum þekkingu og aðferðafræði hönnunar til að gæða þennan efnivið nýju lífi um leið og við vekjum athygli á textílsóun og hvetjum til vistvænni nálgunar.

Í áfanganum er neysluhegðun rædd í samhengi við viðtekin gildi, líftími og gæði fatnaðar könnuð. Einnig er fjallað um framleiðsluferli og áhrif þeirra á náttúru og samfélög.

Verkefnið Misbrigði er tvíþætt; fyrri hlutinn er sýndur á tískusýningu í Flóa, Hörpu miðvikudaginn 21.mars kl. 19; seinni hlutinn er hönnunarsýning sem opnar föstudaginn 6. apríl í Listaháskóla Íslands, Þverholti 11, kl. 17 og stendur opin þá helgi. Opnunartími sýningarinnar er frá kl. 13 -17 laugardag og sunnudag.  Hönnunarsýningunni kynnir fatnaðinn í návígi, vinnuferlið, tengt efni og þann hvata sem lá að baki verkefninu.

 

 

Instagram síða námsbrautar í fatahönnun:
https://www.instagram.com/iua_fashion_design/

Heimasíða verkefnisins frá fyrra ári.
cargocollective.com/morphingcastaways

Nemendur: Ingerð Tórmóðsdóttir Jönsson, Julie Mölgaard Jensen, Kristín Áskelsdóttir, Laura Fiig, Lukrecija Kuliesiute, Sigmundur Páll Freysteinsson, Sigríður Ágústa Finnbogadóttir, Steinunn Stefánsdóttir og Þórunn Sunneva Elfarsdóttir.

Kennarar: Katrín María Káradóttir, Anna Clausen, Dainius Bendikas